Kennslan alfarið á ensku

Há­skól­inn á Bif­röst mun frá og með næsta hausti bjóða upp á nám í viðskipta­fræði sem al­farið verður kennt á ensku í því skyni að höfða meðal ann­ars til fólks af er­lend­um upp­runa hér á landi sem og til fólks sem er bú­sett er­lend­is. Jafn­framt hyggst skól­inn á næst­unni opna úti­bú í Reykja­vík, líkt og hann hef­ur þegar gert víða um land.

Þetta kom fram í ræðu Ágústs Ein­ars­son­ar, rektors á Bif­röst, við út­skrift um hundrað nem­enda með há­skóla­gráður og frum­greina­próf. Útskrift­in markaði tíma­mót í sögu skól­ans sem á ræt­ur að rekja til Sam­vinnu­skól­ans sem var stofnaður 1918 í Reykja­vík. Jón­as frá Hriflu var fyrsti skóla­stjór­inn og hóf skól­inn göngu sína í des­em­ber sama ár.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ís­lensk­ur há­skóli býður upp á slíkt nám. Fyrsti staður­inn sem við kynnt­um þessa nýju náms­leið var í Fær­eyj­um. All­ir eru út­lend­ing­ar í nær öll­um lönd­um heims og ég tel að Íslend­ing­ar geti orðið út­flytj­end­ur á mennt­un,“ sagði rektor, sem tel­ur mennt­un­ina auðlind sem geti orðið að út­flutn­ings­vöru.

„Mennt­un er auðlind eins og fisk­ur­inn, fall­vötn, jarðvarmi og nátt­úru­feg­urð. Útrás get­ur verið fólg­in í há­skóla­kennslu fyr­ir út­lend­inga og við á Bif­röst ætl­um að róa á þau mið.“

Ágúst Einarsson rektor háskólans á Bifröst.
Ágúst Ein­ars­son rektor há­skól­ans á Bif­röst. Brynj­ar Gauti
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert