Kennslan alfarið á ensku

Háskólinn á Bifröst mun frá og með næsta hausti bjóða upp á nám í viðskiptafræði sem alfarið verður kennt á ensku í því skyni að höfða meðal annars til fólks af erlendum uppruna hér á landi sem og til fólks sem er búsett erlendis. Jafnframt hyggst skólinn á næstunni opna útibú í Reykjavík, líkt og hann hefur þegar gert víða um land.

Þetta kom fram í ræðu Ágústs Einarssonar, rektors á Bifröst, við útskrift um hundrað nemenda með háskólagráður og frumgreinapróf. Útskriftin markaði tímamót í sögu skólans sem á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður 1918 í Reykjavík. Jónas frá Hriflu var fyrsti skólastjórinn og hóf skólinn göngu sína í desember sama ár.

„Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur háskóli býður upp á slíkt nám. Fyrsti staðurinn sem við kynntum þessa nýju námsleið var í Færeyjum. Allir eru útlendingar í nær öllum löndum heims og ég tel að Íslendingar geti orðið útflytjendur á menntun,“ sagði rektor, sem telur menntunina auðlind sem geti orðið að útflutningsvöru.

„Menntun er auðlind eins og fiskurinn, fallvötn, jarðvarmi og náttúrufegurð. Útrás getur verið fólgin í háskólakennslu fyrir útlendinga og við á Bifröst ætlum að róa á þau mið.“

Ágúst Einarsson rektor háskólans á Bifröst.
Ágúst Einarsson rektor háskólans á Bifröst. Brynjar Gauti
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert