Stöðugir eftirskjálftar

Eft­ir­skjálfta­virkn­in Í Ölfusi og Flóa hef­ur verið nokkuð stöðug síðasta sól­ar­hring­inn. Enn mæl­ast að meðaltali um 20 skjálft­ar á klukku­tíma, en flest­ir mjög smá­ir. Stærstu skjálft­arn­ir eru um 2,7 að stærð, skv. upp­lýs­ing­um Stein­unn­ar Jak­obs­dótt­ur jarðeðlis­fræðings hjá Veður­stofu Íslands.


Virkn­in síðasta sól­ar­hring hef­ur að mestu verið á sprung­un­um þar sem stóru skjálft­arn­ir voru í síðustu viku og á svæðinu við Hjalla­hverfið og vest­ur að Geit­ar­felli, en á því svæði varð skjálfti að stærð 5 árið 1998.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert