Núverandi og fyrrverandi formönnum orlofssjóðs kennara voru greiddar háar upphæðir fyrir óskilgreind störf á árinu 2007. Þetta kom fram á nýafstöðu þingi Kennarasambands Íslands að því er sagði í fréttum Útvarpsins.
Finnbogi Rögnvaldsson, kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi, sagðist í fréttum Útvarpsins hafa heimild fyrir því að Valgeir Gestsson, núverandi formaður orlofssjóðs KÍ, og Hilmar Ingólfsson, fyrrverandi formaður hafi fengið greiddar 11 milljónir króna.
Sagðist Finnbogi hafa óskað eftir því við Eirík Jónsson, formann KÍ, að fá afrit af fylgiskjölum vegna greiðslnanna, en þeirri ósk var synjað.
Eiríkur vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu Útvarpsins.