Formaður og samstarfsmenn þrýstu á um ákvörðun

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Rax

Atburðarásin var hröð undir lok síðustu viku, áður en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tilkynnti ákvörðun sína um að hætta sem oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Vilhjálmur hafði samráð við fjölskyldu og samstarfsmenn, en í lykilhlutverki voru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi og formaður Varðar. Þau hafa stutt Vilhjálm, en ráðlögðu honum að draga ákvörðunina ekki lengur. Þá var hann undir „óbeinum“ þrýstingi frá formanni flokksins og stuðningsmönnum, sem „höfðu hagsmuni flokksins í huga, en vildu líka hjálpa honum út úr þessu“.

En Vilhjálmur tók af skarið. Heyra má að spilað hafi inn í að hann giftist Guðrúnu Kristjánsdóttur í gær og hafi lengi haft augastað á þessum degi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert