Fylgst með rússneskum vélum

Geir H. Haarde ræðir við frönsku hermennina, sem hér eru …
Geir H. Haarde ræðir við frönsku hermennina, sem hér eru við loftrýmisgæslu. mbl.is/Árni Sæberg

Franska flugsveit­in, sem nú er á Kefla­vík­ur­flug­velli við loft­rýmis­eft­ir­lit, fylgd­ist í morg­un með tveim­ur rúss­nesk­um sprengjuflug­vél­um, sem flugu inn á ís­lenska flug­stjórn­ar­svæðið. „Þetta minn­ir á gamla tíma," sagði Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sem heim­sótti Frakk­ana í dag.

Rúss­nesku flug­vél­arn­ar eru svo­nefnd­ir birn­ir, sem eru lang­dræg­ar sprengjuflug­vél­ar. Rúss­ar létu norsk stjórn­völd vita um ferðir vél­anna, sem voru sagðar í æf­inga­flugi, og Norðmenn komu þeim upp­lýs­ing­um áfram til Íslend­inga.

Rúss­nesku flug­vél­arn­ar komu inn á svæðið um klukk­an 10 í morg­un að norðan frá Nor­egi og flugu vest­ur fyr­ir landið og síðan suður fyr­ir það þar til þær hurfu um klukk­an 12. Tvær af fjór­um orr­ustuþotum Frakka flugu í veg fyr­ir rúss­nesku vél­arn­ar fyr­ir vest­an landið og fylgdu þeim eft­ir til að tryggja ör­yggi farþega­flugs en vél­arn­ar senda frá sér merki fyr­ir borg­ara­lega flug­um­ferðastjórn­un­ar­kerfið. Það gera rúss­nesku flug­vél­arn­ar hins veg­ar ekki.

Urður Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir að það sé já­kvætt að Rúss­arn­ir hafi látið vita en ís­lensk stjórn­völd hafi gagn­rýnt að sprengjuflug­vél­ar komi án fyr­ir­vara inn á ís­lenska flug­stjórn­ar­svæðið.

Lengja dvöl­ina um viku 

Geir H. Haar­de seg­ir að Frakk­arn­ir séu afar ánægðir með dvöl­ina hér og aðstöðuna, sem þeim er búin. Þeir telji mik­il­vægt að geta æft við aðrar aðstæður en þeir eru van­ir. Ætlar sveit­in að vera viku leng­ur en upp­haf­lega var áætlað og fer héðan und­ir lok mánaðar­ins en upp­haf­lega stóð til að Frakk­arn­ir færu héðan 20. júní. Þeir hafa verið hér frá 5. maí.

Geir sagði, að gert væri ráð fyr­ir að banda­rísk flugsveit kæmi hingað í sept­em­ber til loft­rýmis­eft­ir­lits og síðan væri gert ráð fyr­ir að Bret­ar sæju um eft­ir­litið tíma­bundið. Þessi loft­rým­is­gæsla bygg­ist af hálfu NATO á því, að ekk­ert NATO ríki skuli vera án slíkr­ar gæslu og að þau ríki sem ekki hefðu yfir

Geir hitti einnig stjórn­end­ur Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Keil­is og skoðaði lóðina í Helgu­vík þar sem fyrsta skóflu­stunga að vænt­an­legu ál­veri Norðuráls var tek­in á föstu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert