Ísbjörninn verður stoppaður upp

Hvítabjörninn sem skotinn var á Þverárfjalli í síðustu viku verður stoppaður upp og komið fyrir til frambúðar á Náttúrustofu Norðurlands vestra í Skagafirði. Þetta segir Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður stofunnar.

Björninn er geymdur í frysti en verður krufinn á næstu dögum. Þá mun koma í ljós hvað og hversu mikið var í maganum en við fyrstu sýn var hann ekki með tóman maga. Í framhaldinu verður hann fleginn, skinninu komið í sútun, kjötinu fargað en beinin varðveitt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Veiðimenn við Langavatn settu sig í samband við Náttúrustofu og töldu sig hafa séð ummerki eða spor sem gætu verið eftir björninn. Þorsteinn segir starfsmenn stofunnar hafa farið að vatninu en sökum rigningar og hvassviðris hafi ekkert fundist. Þorsteinn hvetur fólk til að hafa samband við Náttúrustofu finni það spor sem það kannast ekki við.

Þá var flogið á þyrlu Landhelgisgæslunnar um svæðið í leit að fleiri dýrum en án árangurs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert