Margir sækja um skólavist í HA

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Umsóknarfrestur til að sækja um nám við Háskólann á Akureyri rann út sl. fimmtudag og hafa alls borist rúmlega 900 umsóknir frá nýnemum sem er met í sögu skólans.  Á síðasta ári sóttu 730 nýnemar um nám við skólann.

Flestir nýnemar hafa sótt um nám við Viðskipta- og raunvísindadeild eða 318 manns. Um nám í Heilbrigðisdeild sækja 119 manns og þá sækja 310 um nám í Kennaradeild og 157 um nám í Félagsvísinda- og lagadeild en þessar tvær deildir verða sameinaðar í haust undir nafninu Hug- og félagsvísindadeild.

Að sögn skólans á enn eftir að fjalla um umsóknir svo ekki er vitað hversu margir fá skólavist. Inni í þessum tölum eru bæði þeir sem sækja um gunnnám og þeir sem sækja um meistaranám. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert