Viðskiptaágóða í netbankamálinu svokallaða hefur verið skilað til Glitnis. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Þrír karlmenn og ein kona voru upphaflega ákærð um umboðssvik vegna málsins og fengu þau öll skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tveir þeirra hafa nú verið sýknaðir af Hæstarétti og munu hin tvö sækja um endurupptöku málsins.
Fjórmenningarnir högnuðust á gjaldeyrisviðskiptum með netbanka Glitnis og heldur Glitnir fram að sölugengi og kaupgengi hafi víxlast vegna kerfisvillu. Fólkið bauðst undireins til þess að skila Glitni peningunum og hefur féð verið í vörslu Ríkislögreglustjóra síðan. Hefur því nú verið skilað til Glitnis.