Peningarnir komnir til Glitnis

Glitnir Kirkjusandi
Glitnir Kirkjusandi mbl.is/ÞÖK

Viðskipta­ágóða í net­banka­mál­inu svo­kallaða hef­ur verið skilað til Glitn­is. Þetta staðfest­ir Björn Þor­valds­son hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þrír karl­menn og ein kona voru upp­haf­lega ákærð um umboðssvik vegna máls­ins og fengu þau öll skil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm í Héraðsdómi Norður­lands eystra.  Tveir þeirra hafa nú verið sýknaðir af Hæsta­rétti og munu hin tvö sækja um end­urupp­töku máls­ins.

Fjór­menn­ing­arn­ir högnuðust á gjald­eyrisviðskipt­um með net­banka Glitn­is og  held­ur Glitn­ir fram að sölu­gengi og kaup­gengi hafi víxl­ast vegna kerfis­villu. Fólkið bauðst undireins til þess að skila Glitni pen­ing­un­um og hef­ur féð verið í vörslu Rík­is­lög­reglu­stjóra síðan. Hef­ur því nú verið skilað til Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert