Stokkur á Geirsgötu mun bæta samgöngur

Mýrargötusvæðið.
Mýrargötusvæðið. mbl.is/Golli

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti í dag einróma bókun þar sem þeirri skoðun er  lýst að gerð stokks á Geirsgötu muni verulega bæta samgöngur um svæðið næst Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þá muni gönguleiðir og tengingar vegfarenda við Kvosina batna mikið.

Í bókun stjórnarinnar segir síðan: „Tillaga starfshóps sem lögð hefur verið fram opnar að hluta fyrir aukna íbúðar- og atvinnubyggð úti í Örfirisey en forsenda uppbyggingar er að samgöngulausnir séu vel skipulagðar og tryggðar.

Stjórn felst ekki á að umferð úr göngunum komi upp við Miðbakka fyrir framan Tollhúsið, eins og sýnt er á teikningum með tillögu starfshópsins. Miðbakkinn og höfnin er mikilvægur hluti miðborgarinnar. Ljóst má vera að þetta vinsæla svæði mun lokast af og gæði þess breytast verulega til hins verra ef stórir gangamunnar við bakkann með öryggisveggjum, umferðargný og mengun munu verða ráðandi á svæðinu.

Frumkostnaðaráætlun hefur verið gerð en ekki liggur fyrir hversu gangamunnar einir sér muni kosta. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvað kynnt bráðabirgðalausn kostar og kostnaðarsamanburður gerður sem miðar við að stokkur verði lagður strax í einu lagi út í Ánanaust.

Deiliskipulag Mýrargötusvæðisins gerir ráð fyrir því að svonefndur Mýrargötustokkur liggi frá Ægisgötu og út í Ánanaust. Faxaflóahafnir sf. hafa stefnt að því að bjóða út byggingarétt á svæðinu seinni hluta þessa árs. Mýrargötustokkur er þvi ekki síður mikilvægur en Geirsgötustokkur. Niðurstaða stjórnar er að taka ber þessa tvo nánast samliggjandi stokka í einu lagi og í fjórum akreinum frá Klöpp að Ánanaustum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert