Vináttuhlaupi lýkur á Íslandi

Katrín Júlíusdóttir alþingismaður hljóp síðasta spölinn með kyndilinn
Katrín Júlíusdóttir alþingismaður hljóp síðasta spölinn með kyndilinn mbl.is/Kristinn

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður hljóp síðasta spölinn með vináttukyndilinn í World Harmony Vináttuhlaupinu á Íslandi sem lauk á Austurvelli í dag. Um sjö hundruð Íslendingar hafa hlaupið með kyndilinn frá því hlaupið hófst á Akureyri á fimmtudaginn.

Eftir að hafa slegið botninn í Íslandshluta Vináttuhlaupsins afhenti Katrín kyndilinn alþjóðlega Vináttuhlaupinu á ný, sem mun bera hann til Svíþjóðar og Finnlands og áfram um 25.000 km ferð sína um 49 lönd Evrópu sem hófst 27. mars í Róm og lýkur 6. október í Prag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka