Borgarstjóri í Færeyjum

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Árvakur/Árni Sæberg

Ólaf­ur F. Magnús­son borg­ar­stjóri fór ásamt sendi­nefnd í form­lega heim­sókn til Fær­eyja í gær.   Reykja­vík, Nuuk á Græn­landi og Þórs­höfn í Fær­eyj­um hafa um ára­bil ræktað með sér vina­bæj­artengsl og hafa borg­ar­stjór­ar skipt­ast á heim­sókn­um milli höfuðborg­anna þriggja, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar til Þórs­hafn­ar er meðal ann­ars að funda vegna út­hlut­un­ar úr  Sam­starfs­sjóði Nuuk-Reykja­vík­ur-Þórs­hafn­ar og efla tengsl­in milli borg­anna sem að hon­um standa. Sjóður­inn hef­ur að mark­miði að efla skiln­ing og sam­starf,  m.a. á sviði menn­ing­ar­mála milli þess­ara borga, íbúa þeirra, sam­taka og stjórn­mála­manna og veita fjár­styrki til verk­efna sem þjóna þess­um mark­miðum og er út­hlutað úr sjóðnum á hverju ári.

Ólaf­ur F. Magnús­son borg­ar­stjóri er formaður sjóðsstjórn­ar af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar  og með hon­um í för eru Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, formaður borg­ar­ráðs, Björk Vil­helms­dótt­ir borg­ar­full­trúi og Gunn­ar Ey­dal sem er fram­kvæmda­stjóri sjóðsstjórn­ar af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Heim­sókn­inni lýk­ur föstu­dag­inn 13. júní nk.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert