Borgarstjóri í Færeyjum

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Árvakur/Árni Sæberg

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fór ásamt sendinefnd í formlega heimsókn til Færeyja í gær.   Reykjavík, Nuuk á Grænlandi og Þórshöfn í Færeyjum hafa um árabil ræktað með sér vinabæjartengsl og hafa borgarstjórar skiptast á heimsóknum milli höfuðborganna þriggja, samkvæmt tilkynningu.

Tilgangur heimsóknarinnar til Þórshafnar er meðal annars að funda vegna úthlutunar úr  Samstarfssjóði Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar og efla tengslin milli borganna sem að honum standa. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf,  m.a. á sviði menningarmála milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum og er úthlutað úr sjóðnum á hverju ári.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri er formaður sjóðsstjórnar af hálfu Reykjavíkurborgar  og með honum í för eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og Gunnar Eydal sem er framkvæmdastjóri sjóðsstjórnar af hálfu Reykjavíkurborgar, að því er segir í tilkynningu.

Heimsókninni lýkur föstudaginn 13. júní nk.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert