Lögregla og bæjarstarfsmenn á Egilsstöðum stóðu í óvenjulegum eltingaleik í gær, en þrjár kindur frá bænum Lundi höfðu gert sér bæjarferð. Barst eltingaleikurinn um nokkur hverfi Egilsstaða áður en ærnar voru handsamaðar, færðar á bílpall og þeim ekið til síns heima.