Köstuðu grjóti í ær og lömb

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm unga menn í bifreið sem ekið var eftir Kaldárselsvegi ofan Hafnarfjarðar snemma morguns nýverið. Afskiptin komu til vegna ábendingar árvökuls vegfaranda, en hann hafði séð til piltanna þar sem þeir köstuðu grjóti í ær og lömb.

Piltunum, sem eru sautján og átján ára og voru undir áhrifum áfengis, tókst að særa allavega eitt lamb og eina ær með grjótkastinu. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum, og eiga kæru yfir höfði sér.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert