Mansal jafn líklegt á Íslandi og annars staðar

„Auðvitað er jafn líklegt að það eigi sér stað mansal hér á Íslandi eins og annars staðar á Norðurlöndum. En kannski viljið þið ekki sjá það.„Það sem er svo sérstakt við Ísland er að hér virðast engin mansalsmál koma upp. Þannig var það einnig í Noregi fyrir nokkrum árum, áður en við fórum að leita að því,“ bætir hún við. Kiil er verkefnisstjóri ROSA-verkefnisins, sem hefur frá því það hófst, í janúar 2005, aðstoðað 101 fórnarlamb mansals frá 24 löndum. Hún segir það vera lykilatriði að byggja upp þekkingu á og sýna frumkvæði að því að leita uppi fórnarlömb mansals.

Kiil segir að í Noregi séu þröskuldarnir á því hverjir séu skilgreindir sem fórnarlömb mansals hafðir eins lágir og hægt er.

„Það þarf enga sönnun fyrir því að um mansal sé að ræða til þess að fólk fái vernd. Þannig verður það að vera vegna aðstæðna fórnarlambanna,“ segir hún og bætir við: „Það er seinna sem skorið er úr um það hvort um mansal sé að ræða og hvort einhver verði sóttur til saka fyrir það.“

Í Noregi fá hugsanleg fórnarlömb mansals sex mánaða umþóttunartíma. Á þeim tíma er þeim veitt vernd, húsaskjól, framfærsla auk annarrar aðstoðar. „Án þessa umþóttunartíma væri ómögulegt að ávinna traust þeirra,“ segir Kill. „Þau hafa upplifað mikla auðmýkiningu, verið misnotuð, hafa neikvæða reynslu af spilltri lögreglu, verið barin og nauðgað. Þau hafa enga ástæðu til þess að teysta fólki. Þau hafa verið svikin.“ Hún segir mikilvægt að bjóða þeim aðstoð og segja þeim hvað felst í henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert