Nýr meirihluti í sveitastjórn Dalabyggðar

Smábátahöfnin í Búðardal
Smábátahöfnin í Búðardal Mbl/Arnaldur

Vinstri grænir og H-listi hafa myndað nýjan meirihluta í sveitarstjórn Dalabyggðar. Málefnasamning liggur fyrir tilbúinn til undirritunar og á sveitarstjórnarfundi á fimmtudag verður nýr oddviti sveitarfélagsins kjörinn, að því er kemur fram á vef Skessuhorns. Auglýst hefur verið eftir sveitarstjóra til starfa í Dalabyggð.

Upp úr meirihlutasamstarfi H-lista og N-lista slitnaði vegna ágreinings um hvort framlengja ætti ráðningarsamning Gunnólfs Lárussonar sem verið hefur sveitarstjóri þetta kjörtímabil. Í málefnasamningi fráfarandi meirihluta var kveðið á um að Gunnólfur yrði sveitarstjóri til 15. þessa mánaðar. Gunnólfur er oddviti N-lista en H-lista fólk vildi ekki endurnýja ráðningarsamning hans svo upp úr slitnaði.

Skessuhorn 

Þórður Gíslason, oddviti H-listans. Hún er af Þórði Ingólfssyni lækni …
Þórður Gíslason, oddviti H-listans. Hún er af Þórði Ingólfssyni lækni og á að koma með aðsendri grein sem innskrift er búin að fá (cc.innskrift) - lauga Þórður Ingólfsson Sunnubraut 7 370 Búðardalur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert