Planta 460 þúsund trjám

Esjuhlíðar.
Esjuhlíðar. mbl.is/Sverrir

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa gert með sér samning um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna í Heiðmörk, Esjuhlíðum og Úlfarsfelli. Plantað verður árin 2008, 2009 og 2010. Umhverfis- og samgöngusvið greiðir 20 milljónir fyrir plöntun árið 2008.

Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir á vef borgarinnar að gróðursetningin sé eitt af grænu skrefunum í Reykjavík og sé  markmiðið að fegra borgina, auka skjól og binda koltvísýring. Á síðasta ári voru 40 þúsund tré gróðursett í Esjuhlíðum undir þessari yfirskrift.

„Samningurinn hefur ómetanlegt gildi og er stærsta skrefið sem stígið hefur verið á liðnum árum til að bæta við skóglendi Reykjavíkur," er haft eftir Þresti Ólafssyni, formanni Skógræktarfélags Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert