Saga sænska höfundarins Stieg Larssons, Luftslottet som sprängdes, hlaut norrænu glæpasagnaverðlaunin Glerlykilinn í dag. Þetta er í annað skipti sem saga eftir Larsson hlýtur þessi verðlaun. Bókin Män som hatar kvinnor fékk verðlaunin árið 2006.
Larsson lést árið 2004 áður en fyrsta skáldsaga hans kom út en hann hafði þá skrifað handrit að þremur bókum, sem allar fjalla um sömu persónur.