Þingmenn vilja fund vegna jarðskjálfta

Útihúsið að Krossi í Ölfusi, sem fór illa í jarðskjálftanum.
Útihúsið að Krossi í Ölfusi, sem fór illa í jarðskjálftanum. mbl.is/Guðmundur Karl

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins  í Suður­kjör­dæmi hafa óskað form­lega eft­ir því við  Árna M. Mat­hiesen, fyrsta þing­mann kjör­dæm­is­ins, að hann boði alþing­is­menn Suður­kjör­dæm­is til fund­ar vegna ný­af­staðinna jarðskjálfta.

Í bréf­inu, sem þeir Guðni Ágústs­son og Bjarni Harðar­son skrifa und­ir, er óskað eft­ir því að  boðaðir verði á fund­inn full­trú­ar þeirra sveit­ar­fé­laga sem harðast urðu úti í skjálftun­um, for­ystu­menn SASS, Viðlaga­trygg­ing­ar Íslands, Al­manna­varna á svæðinu og þar verði farið yfir af­leiðing­ar jarðskjálft­anna og staða mála rædd með heima­mönn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka