Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mældi bíl á 144 km hraða á Vesturlandsvegi um eittleytið í nótt, og tókst að hafa hendur í hári ökumannsins eftir nokkra eftirför þar sem talið er að hann hafi farið enn hraðar.
Í ljós kom að ökumaðurinn hafði tekið bílinn ófrjálsri hendi, en bíllinn átti að vera í viðgerð. Málið er í rannsókn, ökumaðurinn gistir fangageymslur og bíður yfirheyrslu.
Þrír farþegar voru í bílnum er hann var stöðvaður.