Auðveldara að skjóta í útlöndum

Með evrópska skotvopnaleyfinu verður auðveldara fyrir veiðimenn að stunda þá …
Með evrópska skotvopnaleyfinu verður auðveldara fyrir veiðimenn að stunda þá iðju erlendis. Mbl/JIM Smart

Reglugerð um evrópska skotvopnaleyfið nr. 540/2008 tók gildi í dag. Eftirleiðis geta handhafar skotvopnaleyfa sótt um evrópskt skotvopnaleyfi til fara með skotvopn sín til veiða eða stunda íþróttaskotfimi á Schengensvæðinu, Bretlandi og Írlandi án þess að þurfa að sækja um sérstakt leyfi til tímabundins útflutnings vopnsins í hvert sinn. Nauðsynlegt er að notkun vopnsins sé leyfð í viðkomandi landi, dvöl vari ekki lengur en þrjá mánuði og að handhafi leyfisins geti framvísað staðfestingu á því að tilgangur dvalarinnar sé skotveiði eða íþróttaskotfimi.

Lögreglustjórar eru útgefendur evrópska skotvopnaleyfisins og skulu umsóknir berast lögreglustjóra. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á lögregluvefnum, undir liðnum eyðublöð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert