Íbúðalánasjóður hefur fengið sérfræðinga til að gera úttekt á framboði og eftirspurn eftir húsnæði á öllum landsvæðum. Stjórn sjóðsins hittist í byrjun vikunnar og ræddi stöðuna á íbúðamarkaðnum og hugsanleg ráð til bjargar þar sem erfiðleikar eru miklir.
„Við ætlum að láta kanna fyrir okkur hver fjöldinn er í raun. Vinna er hafin og búið að ljúka skýrslum vegna Suðurnesja og Austfjarða, en niðurstaðan verður ekki kynnt fyrr en rannsókn á öðrum landsvæðum liggur fyrir og heildarmyndin telst skýr.“
Guðmundur segir þó þegar ljóst að á báðum þessum landsvæðum sé mikið af byggingum sem ekki er lokið og ekki hefur tekist að selja. „Það er full ástæða til að fara með varúð hvað varðar lánveitingar þar sem offramboð er á húsnæði.“