Í maí hækkaði eldsneyti hér um tæp 6% og vísitöluáhrifin voru þá 0,26%. Í júní hefur bensínverð hækkað í tvígang og samkvæmt upplýsingum frá greiningu Landsbankans má ætla að vísitöluáhrifin fyrir júní séu nú þegar orðin um 0,2%, sem lánin hækka af bensínverðinu einu.
Verðmyndun á eldsneyti hefur einnig breyst vegna þessara hækkana. Hlutur innkaupsverðs í bensínlítranum er nú 40% en var 33% í mars sl. Á móti hefur hlutur ríkisins og olíufélaganna minnkað.
Guðmundur Marteinsson ökukennari segir vel hægt að minnka eyðsluna um 10-12% með sparakstri. | 2
baldura@mbl.is
BRESK stjórnvöld hafa heimilað að samkeppnislög séu sett til hliðar, í því skyni að gera olíufélögum kleift að ræða innbyrðis um birgðastöðu.
Ástæðan er yfirvofandi fjögurra daga helgarverkfall vel á sjöunda hundrað olíuflutningabílstjóra sem hyggjast knýja fram launahækkun.
Samtök bíleigenda og olíufélögin hvetja almenning til að hamstra ekki eldsneyti. Stjórnin getur gripið til laga frá 1976 sem heimila skömmtun eldsneytis og forgangsdreifingu til um 600 áfyllingarstöðva. Er þeim ætlað að tryggja að störf lögreglu, sjúkraflutningamanna og annarra lykilnotenda fari ekki úr skorðum.
Mikil ólga er vegna olíuverðsins víða um heim. Í Bandaríkjunum, landi einkabílsins, er almenningur farinn að íhuga leiðir til að draga úr eldsneytiskostnaði, þar með talið að nýta sér kosti fjarvinnu. Húsnæðisverð fjarri atvinnusvæðum hefur jafnframt farið lækkandi. | 14