Kippirnir hafa enn áhrif

Úr verslun Nóatúns á Selfossi
Úr verslun Nóatúns á Selfossi

„Það hef­ur dregið úr heim­sókn­um,“ seg­ir Ólaf­ur Örn Har­alds­son, verk­efn­is­stjóri Rauða kross­ins yfir þjón­ustumiðstöðvum vegna Suður­lands­skjálft­anna. Komu­fjöldi hafi sveifl­ast eft­ir dög­um og mis­mun­andi eft­ir stöðum.

„Um helg­ina var álagið meira í Hvera­gerði og minna á Sel­fossi, í gær [á mánu­dag] sner­ist þetta við. Þá var meira á Sel­fossi og minna í Hvera­gerði. Ekki er vitað af hverju þetta staf­ar, en það virt­ist vera að skjálftakipp­irn­ir und­an­farið hefðu áhrif,“ seg­ir Ólaf­ur Örn.

Inn­an við fimmtán manns koma nú á hverja stöð dag­lega og þar af eru inn­an við tíu sem koma í áfalla­hjálp. Ólaf­ur seg­ir aðstoðina verða til staðar áfram, þótt með tíð og tíma flytj­ist áfalla­hjálp­in til heilsu­gæsl­unn­ar á svæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert