Óttast um kajakræðara

Marcus Demuth áður en hann lagði af stað í róðurinn.
Marcus Demuth áður en hann lagði af stað í róðurinn. mbl.is/Golli


Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan eru í viðbragðsstöðu vegna bandaríska kajakræðarans Marcus Demuths sem ekkert hefur spurst til frá því á laugardag, er hann lagði upp í hringróður um landið. Tekin verður ákvörðun síðar í dag hvort skipuleg leit verður fyrirskipuð.

Ræðarinn er einn á ferð og lagði af stað frá Geldinganesi í Reykjavík á laugardag með skýr fyrirmæli um að láta Landhelgisgæsluna vita af ferðum sínum daglega. Við brottför var hann útbúinn talstöð sem prófuð var á staðnum. Voru íslenskri kajaksérfræðingar honum til aðstoðar við brottför og sáu til þess að fjarskipti væru í lagi og fengu staðfestingu á því hjá Landhelgisgæslunni. Var þetta að gert til að tryggja öryggi mannsins og einnig til að fyrirbyggja svipaðan misskilning og varð í síðasta hringróðri í fyrrasumar þegar tveir ræðarar létu ekki vita af ferðum sínum á réttum vettvangi.

Marcus tók stefnuna til Akraness og síðan áfram áleiðis norður um Mýrar að Snæfellsnesi. Þeir sem hafa séð hann eða vita af ferðum hans eru beðnir að hafa samband við Landhelgisgæsluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert