Rjúpu fjölgar á ný

mbl.is/Ingólfur

Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor benda til þess að fækkunarskeið sem hófst 2005/2006 sé afstaðið.  Rjúpnaveiðar hafa verið takmarkaðar frá árinu 2005 og á síðasta ári voru aðeins leyfðir fjórir veiðidagar í viku í nóvember.  

Á austanverðu landinu fjölgaði rjúpum verulega eða 30−70%, en stofninn stóð í stað vestanlands. Náttúrufræðistofnun segir, að þessi þróun komi nokkuð á óvart og sé ekki í samræmi við hegðun stofnsins á undanförnum áratugum því venjulega hafi fækkunarskeiðin varað í fimm til átta ár.

Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2007/2008 og veiði 2007. 

Náttúrufræðistofnun  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert