Stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fjöldagjaldþrotum

Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands lýs­ir þung­um áhyggj­um yfir stöðu efna­hags­mála og legg­ur áherslu á að stjórn­völd grípi þegar til aðgerða til að sporna gegn vax­andi at­vinnu­leysi og fjölda­gjaldþrot­um.

Í álykt­un miðstjórn­ar­inn­ar seg­ir, verðbólga sé mik­il, vext­ir háir og framund­an er sam­drátt­ur i hag­kerf­inu, rýrn­andi kaup­mátt­ur og aukið at­vinnu­leysi. Mikið ójafn­vægi í þjóðarbú­skapn­um ásamt alþjóðlegri lausa­fjár­kreppu hafi leitt til geng­is­falls krón­unn­ar og inn­lendr­ar láns­fjár­kreppu og í kjöl­farið hafi fylgt mesta verðbólga í 18 ár.

„Þetta er al­var­leg­asta staða sem við höf­um staðið frammi fyr­ir í lang­an tíma. Á sama tíma og verðbólga er mik­il og vext­ir mjög háir, hæg­ir á hjól­um efna­hags­lífs­ins.

Við þess­ar aðstæður er hætt við að unga fólkið sem ný­lega hef­ur ráðist í sín fyrstu hús­næðis­kaup lendi í greiðslu­vand­ræðum og kom­ist í þrot ef ekk­ert verður að gert. Þegar við bæt­ist að nú­ver­andi vaxta­stig og aðgengi fyr­ir­tækja að lán­um veld­ur því að hjól at­vinnu­lífs­ins eru að stöðvast má bú­ast við að fjöldi heim­ila lendi í vand­ræðum því at­vinnu­leysi mun að óbreyttu vaxa hratt þegar líður á árið. Gagn­vart þess­ari stöðu virðast stjórn­völd standa úrræðalaus.

Miðstjórn ASÍ legg­ur áherslu á að stjórn­völd grípi þegar til aðgerða til að sporna gegn vax­andi at­vinnu­leysi og fjölda­gjaldþrot­um. Í því sam­bandi tel­ur miðstjórn­in mik­il­vægt að op­in­ber­ir aðilar auki mannafls­frek­ar fram­kvæmd­ir s.s. viðhalds­verk­efni og reyni eft­ir megni að af­stýra þeirri inn­lendu láns­fjár­kreppu sem við búum við. Miðstjórn­in tel­ur einnig mik­il­vægt að Íbúðalána­sjóður verði nýtt­ur til að aðstoða skuld­sett heim­ili sem kom­ast í þrot með því að veita greiðslu­erfiðleikalán."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert