Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú

Svarthöfði gengur á eftir prestum við Dómkirkjuna í gærkvöldi.
Svarthöfði gengur á eftir prestum við Dómkirkjuna í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Félagar í samtökunum Vantrú stóðu fyrir þátttöku Svarthöfða  í göngu presta sem voru á leið á setningu Prestastefnu í Dómkirkjunni í gær.
 
Að sögn Matthíasar Ásgeirssonar, formanns Vantrúar, var þetta aðeins í gríni gert en þeim fannst afar spaugilegt að bæta Svarthöfða í hópinn.
 
Aðspurður segir Matthías viðburðinn eflaust ekki verða árlegan en aldrei sé að vita nema Svarthöfði láti aftur á sér kræla.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert