Þreföldun olíukostnaðar hjá útgerðinni

Skipaolían hefur eins og annað eldsneyti hækkað verulega. Verð á heimsmarkaði er nú kringum 1.200 dollara tonnið en til samanburðar var það rúmir 800 dollarar í ársbyrjun.

Að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍU, er áætlað að heildarolíukostnaður útgerðarinnar verði í ár rúmir 18 milljarðar króna. Það er þreföldun frá árinu 2004 er kostnaður var um sex milljarðar. Olían vegur einnig þyngra í bókhaldi útgerðarmanna, var um 10% af tekjum árið 2004 en er núna um 22%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert