Víkingar á vappi

Víkingahátíðin í Hafnarfirði verður sett á morgun. Víkingarnir munu vappa um fjörðinn fram á 17. júní en reikna má með mikilli stemmningu í víkingaþorpinu langt fram á bjartar sumarnætur. Á daginn verður rekinn víkingamarkaður og á kvöldin dunar dansinn að víkingasið.

Staðarhaldari á Fjörukránni segist hafa flutt in hundruð víkinga sem munu sýna listir, skera út og smíða fallega gripi fyrir markaðinn.

Þetta er ellefta víkingahátíðin í Hafnarfirði og er hún að sögn orðin ein af stórviðburðunum á víkingadagatalinu í Norður-Evrópu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert