Víkingar á vappi

00:00
00:00

Vík­inga­hátíðin í Hafnar­f­irði verður sett á morg­un. Vík­ing­arn­ir munu vappa um fjörðinn fram á 17. júní en reikna má með mik­illi stemmn­ingu í vík­ingaþorp­inu langt fram á bjart­ar sum­ar­næt­ur. Á dag­inn verður rek­inn vík­inga­markaður og á kvöld­in dun­ar dans­inn að vík­ingasið.

Staðar­hald­ari á Fjörukránni seg­ist hafa flutt in hundruð vík­inga sem munu sýna list­ir, skera út og smíða fal­lega gripi fyr­ir markaðinn.

Þetta er ell­efta vík­inga­hátíðin í Hafnar­f­irði og er hún að sögn orðin ein af stórviðburðunum á vík­inga­da­ga­tal­inu í Norður-Evr­ópu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert