Vilja sjá lengur til sólar

Brynjar Gauti

Tvöfaldur sumartími er enn og aftur kominn í umræðuna. Að þessu sinni er það ekki Vilhjálmur Egilsson sem á frumkvæðið heldur áhugahópur um sólríkara samfélag. Í honum er fjöldi Seyðfirðinga sem eru langþreyttir á að sjá sólina hverfa bakvið fjöllin um það leyti sem þeir láta af vinnu dag hvern.

Áhugahópurinn efndi til borgarafundar á mánudagskvöld. Vel var mætt og niðurstaðan að skora á ríkisstjórnina að færa klukkuna um eina klukkustund frá miðtíma Greenwich til samræmis við lönd á meginlandi Evrópu. Ef ríkisstjórnin verður ekki við kröfunni, mun hópurinn skoða þann möguleika, að færa einungis klukkuna fram á Seyðisfirði, þá aðeins um hásumar. Samkvæmt lögum er það bannað en þar sem aldrei hefur reynt á lögin þykir Seyðfirðingum kominn tími til.

Vilhjálmur Egilsson, nú formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur fjórum sinnum mælt fyrir frumvarpi til laga – og einni þingsályktunartillögu – þess efnis að frá síðasta sunnudegi í mars og til síðasta sunnudags í október skuli klukkan færð um 60 mínútur frá miðtíma Greenwich. Málið hefur aldrei fengið afgreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka