Býflugnasending sem kom með Norrænu fyrir skemmstu og var kyrrsett skamman tíma vegna skorts á innflutningspappírum var tíu sinnum stærri en sagt var frá í fjölmiðlum. Voru þær ekki 40 þúsund, heldur 400 þúsund talsins. Tæplega helmingur flugnanna drapst en 250 þúsund lifðu biðina af og komust í býflugnabú.
Býflugnarækt hefur verið stunduð undanfarin áratug og flokkast sem tómstundabúgrein hérlendis. Búast íslenskir býflugnabændur við að fá um eitt tonn af hunangi í haust, sem einkum er selt í einkasölu og í Húsdýragarðinum.