Alls 357 börn í fóstri árið 2007

Ráðstöfun barna í fóstur hefur farið jafnt og þétt vaxandi á umliðnum árum og náði hámarki árin 2006-2007, en þá fóru hátt í hundrað börn í fóstur hvort ár um sig. Alls voru 357 börn í fóstri á árinu 2007 sem er um 15% fjölgun á síðustu fimm árum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Barnaverndarstofu 2006-2007. Að því er fram kemur í skýrslunni munar mestu um fjölgun tímabundinna fósturráðstafana sem endurspeglar vinsældir þessa úrræðis sem stuðningsúrræðis.

Alls bárust 6.893 tilkynningar í barnaverndarmálum árið 2006 og er það fjölgun um 15% frá árinu á undan. Árið 2007 bárust alls 8.410 tilkynningar sem nemur 22% fjölgun milli ára. Jafngildir það því að á hverjum degi hafi barnaverndarnefndum landsins borist 23 tilkynningar að jafnaði.  Þrátt fyrir mikla fjölgun tilkynninga er ekki teljandi breyting á fjölda þeirra mála sem barnaverndarnefndir taka til rannsóknar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka