Bíl veitt eftirför á Akranesi

Lögreglan á Akranesi leitar nú manns, sem hún veitti eftirför á bíl fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn á leið út úr bænum en snéri við þegar hann mætti lögreglubíl. Var honum þá fylgt eftir en ekki hefur náðst til hans. Sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra eru komnir upp á Akranes vegna málsins en umræddur maður mun hafa komið við sögu lögreglu fyrr.

Um tíma var talið, að maðurinn hefði leitað skjóls í iðnaðarhúsnæði  í bænum  en svo reyndist ekki vera. 

Lögreglan telur hugsanlegt að maðurinn sé vopnaður og því er þessi viðbúnaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert