Dæmdur fyrir að áreita stúlkur í sundlaug

Maður sá sem leitaði á unglingsstúlkur í Sundmiðstöð Reykjaness fékk …
Maður sá sem leitaði á unglingsstúlkur í Sundmiðstöð Reykjaness fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm. mbl.is/ÞÖK

Karl­maður fékk í dag sex mánaða skil­orðsbund­inn dóm í Héraðsdómi Reykja­ness. Maður­inn varð fyr­ir nokkr­um mánuðum upp­vís að því að hafa leitað kyn­ferðis­lega á ung­ar stúlk­ur í Sund­miðstöðinni í Reykja­nes­bæ. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Vík­ur­frétta.

Maður­inn hef­ur verið í far­banni vegna máls­ins en hann er er­lend­ur rík­is­borg­ari. Hann var auk þess dæmd­ur til að greiða hverri stúlku 100 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur. Ell­efu kær­ur voru lagðar fram gegn mann­in­um í upp­hafi og var dæmt í níu þeirra.

Móðir einn­ar stúlk­unn­ar seg­ist í sam­tali við Vík­ur­frétt­ir ekki vera sátt við dóm­inn og seg­ir  hann væg­an.  Hún seg­ir bæt­urn­ar hafa átt að renna til Blátt áfram, sam­taka um for­varn­ir gegn kyn­ferðis­legu of­beldi á börn­um. Þar sem sak­born­ing­ur sé ekki borg­un­ar­maður fyr­ir bót­un­um verði að sækja þær til rík­is­sjóðs. Það þýði hins veg­ar lög­fræðikostnað upp á 20 – 30 þúsund krón­ur. Bæt­urn­ar sé ein­ung­is hægt að fá inn á lokaða banka­bók sem stúlk­an geti ekki leyst út fyrr en við 18 ára ald­ur en hún er 12 ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka