Stóru tryggingafélögin hafa áhyggjur af því að eftir því sem afborganir af bílalánum hækka og markaðsvirði þeirra lækkar muni íkveikjum í bílum fjölga. Róbert Bjarnason, forstöðumaður ökutækjatjóna hjá Sjóvá, vill efla rannsóknir á bílabrunum, allt of oft brenni við að orsökin sé sögð „ókunn“. Málin veki grunsemdir.
Í einu íkveikjumáli komst móðir eigandans að því að hann hefði sjálfur kveikt í bíl sínum til losna undan bílaláni. Hún tilkynnti sjálf um málið til Sjóvár.
Hjá Sjóvá voru skráðir 62 bílabrunar frá áramótum 2006 fram á mitt ár 2008. Í 28 tilvikum var orsökin ókunn og í 15 tilvikum var talið sannað að um íkveikju hefði verið að ræða.