Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Fasteignamat ríkisins reiknar út, hækkaði í maí um 0,5% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 1,6%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 1% en hækkað um 3,8% síðastliðna 12 mánuði.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan lækkaði í apríl um 1,7% og um 0,4% í mars miðað við mánuðinn á undan.