Félagar í SFR samþykktu samning við ríkið

Kjörstjórn SRF að störfum. Myndin er tekin af vef SFR.
Kjörstjórn SRF að störfum. Myndin er tekin af vef SFR.

Félagar í SFR hafa samþykkt kjarasamning við ríkið sem aðildarfélög BSRB undirrituðu 25. maí síðastliðinn. Tæplega 89% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann.

Á kjörskrá voru alls 5554 félagsmenn hjá ríki og sjálfseignastofnunum. Af þeim greiddu 1855 félagsmenn atkvæði eða 33,4%. Já sögðu 1624 eða 87,65%. Nei sögðu 202 eða 10,89%. Þeir sem skiluðu auðu voru 29 eða 1,56%. Atkvæðagreiðslan var rafræn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert