Hæstiréttur hefur dæmt pólskan karlmann, Robert Olaf Rihter, karlmann í 5 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en maðurinn sló annan mann ítrekað með glerflösku í höfuð, háls og víðar í líkamann. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða þeim, sem hann réðist á, 790 þúsund krónur í bætur.
Árásin var gerð á heimili Rihters í Keflavík í nóvember sl. Sá sem fyrir árásinni varð fékk djúp sár í gegnum hálsvöðva, marðist í andliti og fékk áverka á brjóstkassa, öxl og upphandlegg. Að mati lækna var atlagan lífshættuleg og réði hending því að ekki hlaust bani af.
Hæstiréttur segir að óljóst sé hvað manninum gekk til verksins en honum hlyti að hafa verið ljóst að
mannsbani gæti hlotist af árásinni.