Háir stýrivextir farnir að bíta

Hraðar hef­ur hægt á vexti hag­kerf­is­ins en Seðlabank­inn gerði ráð fyr­ir í síðustu þjóðhags­spá sinni sem birt var 10. apríl. Seg­ir Grein­ing Glitn­is, að  háir stýri­vext­ir virðist nú loks­ins vera farn­ir að bíta á heim­il­um og fyr­ir­tækj­um lands­ins sem verðai að telj­ast góð tíðindi fyr­ir Seðlabank­ann.

Í spá Seðlabank­ans var gert ráð fyr­ir 5,7% vexti fjár­fest­ing­ar í íbúðar­hús­næði á ár­inu en fyrstu töl­ur árs­ins benda til mik­ils sam­drátt­ar. Þá spáði bank­inn 2,2% hag­vexti á ár­inu eft­ir 3,8% hag­vöxt á síðasta ári.

Seðlabank­inn mun birta nýja þjóðhags- og verðbólgu­spá 3. júlí nk. sem jafn­framt er næsti vaxta­til­kynn­ing­ar­dag­ur bank­ans. Glitn­ir seg­ir, að þar á bæ telji menn að stýri­vöxt­um verði haldið óbreytt­um og að Seðlabank­inn hefji lækk­un­ar­ferli stýri­vaxta á haust­mánuðum þegar enn skýr­ari merki séu kom­in fram um að farið sé að hægja á hag­vexti hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert