Höfði boðinn upp í dag

Sumarhúsið að Höfða Mývatnssveit
Sumarhúsið að Höfða Mývatnssveit mbl.is

Hluti af Höfða við Mý­vatn ásamt sum­ar­húsi verða boðin til sölu á upp­boði í dag. Upp­boðið verður haldið af sýslu­mann­in­um á Húsa­vík kl. 15 og fer fram á eign­inni sjálfri. Það er haldið til slita á sam­eign nú­ver­andi eig­enda jarðar­inn­ar, af­kom­enda Héðins Valdi­mars­son­ar og Guðrún­ar Páls­dótt­ur en þau eignuðust all­an Höfða árið 1930.

Svæðið sem um ræðir er ná­lægt tveim­ur hekt­ur­um að stærð og er yst á tang­an­um en Skútustaðahrepp­ur á Höfða að öðru leyti.

Jörðin Höfði var áður hluti jarðar­inn­ar Kálfa­strand­ar. Árið 1913 seldu þáver­andi eig­end­ur Kálfa­strand­ar Bárði Sig­urðssyni litla land­spildu vest­an í höfðanum og var stærð henn­ar til­greind átta dagslátt­ur. 

23. des­em­ber árið 1930 seldi Bárður Héðni Valdi­mars­syni býlið á Höfða ásamt eign­ar­lóð. Jafn­framt fékk Héðinn erfðafestu­rétt á öll­um höfðanum hjá Kálfa­strand­ar­bænd­um. Héðinn og Guðrún Páls­dótt­ir, kona hans, reistu sum­ar­bú­stað yst á höfðanum. 

Guðrún andaðist 11. ág­úst árið 2000 og kom eign­ar­hlut­inn í Höfða í hlut barna­barna henn­ar við skipti á dán­ar­bú­inu. Það er þessi hluti Höfða sem verður boðinn upp í dag.

mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka