Í fjárþröng og djúpt sokkin

00:00
00:00

Rann­veig Rafns­dótt­ir, sem hlaut þyngst­an dóm, þriggja ára fang­elsi, í svo­nefndu Trygg­inga­stofn­un­ar­máli hafði verið starfsmaður stofn­un­ar­inn­ar í um 20 ár. Hún sagðist fyr­ir dómi hafa verið í fjárþröng, djúpt sokk­in í fíkni­efna­neyslu og því leiðst út í fjár­svik. Fyrst hefðu þau verið í smá­um stíl, en síðan hefði um­fang þeirra auk­ist.

Rann­veig var sökuð um að hafa á 5 ára tíma­bili gefið út 781 til­hæfu­lausa kvitt­un fyr­ir út­borg­un og þannig blekkt gjald­kera Trygg­inga­stofn­un­ar til að greiða að til­efn­is­lausu tæp­ar 76 millj­ón­ir króna úr sjóðum stofn­un­ar­inn­ar. Í dómn­um seg­ir að um stór­fellt brot í op­in­beru starfi hafi verið að ræða.

Sig­ríður Lillý Bald­urs­dótt­ir, for­stjóri Trygg­inga­stofn­un­ar, seg­ist fagna því að mál­inu sé lokið, rann­sókn þess hafi tekið lang­an tíma og málið verið afar um­fangs­mikið.

Í Héraðsdómi Reykja­vík­ur voru 13 af 15 sak­born­ing­um sak­felld­ir í dag fyr­ir aðild að mál­inu, refs­ing var þó í mörg­um til­vik­um óskil­orðsbund­in. Rann­veig og son­ur henn­ar voru tal­in höfuðpaur­ar í mál­inu, en hann var dæmd­ur í tólf mánaða fang­elsi.

Sig­ríður Lillý seg­ir að erfitt muni reyn­ast að úti­loka að starfs­menn geti svikið út fé, en til að koma í veg fyr­ir það sé reynt að gera eft­ir­lit­s­kerfi stofn­un­ar­inn­ar eins öfl­ugt og hægt er.

Skoða dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert