Bæjarráð Kópavogs hefur gripið til ráðstafana til að koma til móts við sjónarmið íbúa í fjölbýlishúsinu við Lundarbraut 1 vegna nálægðar hússins við Nýbýlaveg og hringtorg, sem er á mótum Lundarbrautar og Nýbýlavegar.
Kópavogsbær segir ljóst, að hönnuðir fjölbýlishússins hafi staðsett ákveðnar íbúðir í mikilli nálægð við samgöngumannvirkin og kunni það að valda íbúum þar óþægindum, jafnvel þótt kröfum um hljóðstig og aðra þætti hafi verið fullnægt. Ítarleg athugun hafi farið fram á tillögum að færslu vegarins og hringtorgsins fjær fjölbýlishúsinu en tillögurnar þóttu allar rýra gæði umferðarmannvirkja, skila litlum ávinningi og kosta umtalsvert fé.
Af hálfu Kópavogsbæjar var hönnuðum bent á það við hönnun hússins að taka tillit til nálægðarinnar við veginn. Kópavogsbær segist því geta tekið undir ýmis sjónarmið íbúa sem hafa komið fram. Í ljósi þess leggur bæjarráð Kópavogsbæjar til við framkvæmdaraðila á svæðinu, annars vegar Vegagerðina og hins vegar Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), sem byggði fjölbýlishúsið, að grípa til eftirfarandi ráðstafana til að koma til móts við sjónarmið íbúa: