Landinn ánægður með Veðurstofuna

mbl.is/Ómar

Mikil ánægja kom fram með þjónustu Veðurstofunnar í könnun, sem Capacent Gallup gerði í maí. Um 90% þátttakenda sögðust telja stofnunina veita góða eða mjög góða þjónustu og um 75% bera mikið traust til stofnunarinnar en um 3% lítið. Að meðaltali fékk stofnunin 4,1 í einkunn af 5 mögulegum.

Veðurstofan segir frá þessu og bætir við, að vefurinn  www.vedur.is sé orðinn  helsti upplýsingamiðill hennar en meira en 60% þjóðarinnar nefni hann sem fyrsta kost þegar hún vilji afla sér upplýsinga frá stofnuninni. Hafi engin íslensk stofnun náð viðlíka árangri með miðlun upplýsinga á vefnum.

Capacent Gallup spurði einnig um Byggðastofnun, Fasteignamat ríkisins, Fjármálaeftirlitið, Hagstofu Íslands, Heilsugæsluna, Landspítala, Íbúðarlánasjóð, lögregluna, Neytendastofu, ríkisskattstjóra, tollstjórann í Reykjavík, Tryggingastofnun, Umferðarstofu, Umhverfisstofnun, Útlendingastofnun, Vegagerðina og Vinnumálastofnun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert