Nýr forseti bæjarstjórnar í Árborg

Margrét Katrín Erlingsdóttir.
Margrét Katrín Erlingsdóttir.

Margrét Katrín Erlingsdóttir, Framsóknarflokki, var í gær kjörin forseti bæjarstjórnar Árborgar. Mun Margrét gegna því embætti næstu tvo mánuði í leyfi Þorvaldar Guðmundssonar oddvita B-lista.

Á heimasíðu Árborgar kemur fram, að Ingunn Guðmundsdóttir hafi verið síðust kvenna til að vera kjörin forseti bæjarstjórnar á undan Margréti, 14. júní 2000 en hún var sömuleiðis fyrsti forseti bæjarstjórnar Árborgar 7. júní 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka