Framkvæmdastjóri Búseta óttast um þróunina á leigumarkaði. Leigufélög spretti upp á hverju strái en stofnun þeirra eigi sér eingöngu rætur í fjárhagsvandræðum húsbyggjenda. Þau séu ekki stofnuð með langtímahagsmuni leigjenda í huga.
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, efast um að markmið þessara nýju félaga sé að þjóna leigumarkaðinum til framtíðar.
Búseti hefur nú sent stjórn Íbúðalánasjóðs bréf þar sem þess er farið á leit við sjóðinn að hann nýti ekki takmarkað fjármagn sem hann hefur til umráða til annarra en trúverðugra leigufélaga sem þegar eru starfandi, en auk Búseta hafa örfá önnur leigufélög byggt upp leigumarkaðinn síðustu áratugina.