Stofna húsaleigufélög vegna skulda

Fram­kvæmda­stjóri Bú­seta ótt­ast um þró­un­ina á leigu­markaði. Leigu­fé­lög spretti upp á hverju strái en stofn­un þeirra eigi sér ein­göngu ræt­ur í fjár­hags­vand­ræðum hús­byggj­enda. Þau séu ekki stofnuð með lang­tíma­hags­muni leigj­enda í huga.

Gísli Örn Bjarn­héðins­son, fram­kvæmda­stjóri Bú­seta, ef­ast um að mark­mið þess­ara nýju fé­laga sé að þjóna leigu­markaðinum til framtíðar.

Bú­seti hef­ur nú sent stjórn Íbúðalána­sjóðs bréf þar sem þess er farið á leit við sjóðinn að hann nýti ekki tak­markað fjár­magn sem hann hef­ur til umráða til annarra en trú­verðugra leigu­fé­laga sem þegar eru starf­andi, en auk Bú­seta hafa örfá önn­ur leigu­fé­lög byggt upp leigu­markaðinn síðustu ára­tug­ina.

Vilja ná í ódýrt fjár­magn

Óbreytt út­lán íbúðalána­sjóðs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka