Ægir í fullu fjöri á fertugsafmælinu

Varðskipið Ægir
Varðskipið Ægir

Varðskipið Ægir er 40 ára um þessar mundir.  Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968 og breytt í Póllandi árin 1997, 2001 og 2005. Ægir átti stóran þátt í 50 og 200 mílna þorskastríðunum og var Ægir meðal annars fyrst íslenskra varðskipa til að beita togvíraklippum á landhelgisbrjót. Það var þann 5. september árið 1972 þegar klippt var á togvíra bresks togara, að því er segir í tilkynningu. Ægir er enn í notkun hjá Landhelgisgæslunni.

Búnaður skipsins hefur verið uppfærður eftir þörfum í gegnum árin auk þess sem stærra viðhald og breytingar fóru fram í Póllandi árin 1997, 2001 og 2005.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka