Lögregla er nú að störfum við skrifstofu forseta Íslands við Sóleyjargötu eftir að tilkynnt var um ónæði á skrifstofunni vegna bjölluats. Er talið að útigangsmaður hafi verið þar að verki en hann var horfinn af vettvangi er lögregla kom á staðinn.
Forsetinn var ekki á staðnum er atvikið átti sér stað og segir starfmaður skrifstofunnar sem blaðamaður mbl.is ræddi við að um minniháttar atvik hafi verið að ræða sem ekki hafi tengst forsetaembættinu.