Nýtt flokkunarkerfi verður tekið í notkun á slysa- og bráðadeild Landspítala háskólasjúkrahúss með haustinu. Er markmiðið með kerfinu að stytta biðtíma sjúklinga og auka öryggi þeirra. Í gær var tekið í notkun nýtt móttökulag.
„Þetta lýsir sér þannig að allir sjúklingar eru strax teknir inn og metnir af hjúkrunarfræðingi og lækni og síðan settir í farveg eftir eðli meiðsla eða veikinda.“ segir Þórir Njálsson, sérfræðingur á slysa- og bráðadeild.