Dagsektir lagðar á Impregilo

Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands hef­ur ákveðið að leggja dag­sekt­ir á ít­alska verk­taka­fyr­ir­tækið Impreg­i­lo vegna ít­rekaðra brota á ákvæðum laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir á fram­kvæmda­svæði fyr­ir­tæk­is­ins við Kára­hnjúka.  Svæðið er inn­an ný­stofnaðs Vatna­jök­ulsþjóðgarðs. Þetta kem­ur fram í frétt­um RÚV.

Heil­brigðis­eft­ir­litið hef­ur haft ít­rekuð af­skipti af starfs­hátt­um Impreg­i­lo frá upp­hafi fram­kvæmda við Kára­hnjúka­virkj­un árið 2004. 

Meðal þess sem heil­brigðis­eft­ir­litið hef­ur haft af­skipti af á síðustu vik­um er ol­íu­meng­un, brot á regl­um um meðferð spilli­efna, fokefni og úr­gang­ur á víðavangi og illa hirt­ar girðing­ar í kring­um skólp­menguð svæði.

Á síðasta fundi Heil­brigðis­nefnd­ar var ákveðið að leggja dag­sekt­ir, 50 þúsund krón­ur á dag, á Impreg­i­lo til að knýja á um að skólp­menguð svæði verði girt af, en í fund­ar­gerð seg­ir að skólp­meng­un í um­hverfi sé ógn við ör­yggi dýra og manna , sem og ógn við af­komu bænda, ef sauðfé sýk­ist eða ber með sér sýk­ing­ar.

Heil­brigðis­nefnd­in hef­ur ít­rekað kraf­ist þess að Impreg­i­lo fari að ís­lensk­um lög­um og reglu­gerðum um meðferð, geymslu og flutn­ing úr­gangs, en fyr­ir­tæk­inu var veitt­ur tveggja vikna frest­ur til úr­bóta í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert