Eldur kviknaði í þaki kapellunar á Kirkjubæjarklaustri í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var verið að leggja þakpappa á kapelluna þegar eldurinn kviknaði.
Þeir sem voru að leggja þakpappann voru við öllu búnir og tók ekki langan tíma að slökkva eldinn. Hins vegar urðu einhverjar skemmdir á kapellunni af völdum reyks, að sögn lögreglunnar.
Kapellan, sem reist var til minningar um sr. Jón Steingrímsson, var vígð árið 1974.